Tvöfalt siðgæði mótmælenda???

Sá ég einhvern kommenta hér fyrir neðan um að ástæðan fyrir þessu væru að þeir tveir hafi ráðist að mótmælendum með líkamsmeiðingum og einhverju öðru, hafa ber í huga að ég er ekki að segja að það sé í lagi að ráðast á fólkið en ættu þeir ekki að líta sér nær þessir mótmælendur??? Kinnbeinsbrjóta lögregluþjón og með skemmdarverk á eignir Stöðvar 2.  Hvernig þætti þeim ef að Sigmundur Ernir kæmi heim til þeirra og bryti allar rúður á heimilum þeirra?

 


mbl.is Afhenda uppsagnabréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Ólason

að hvaða leiti þá???

Rúnar Ólason, 12.1.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Að því leyti að fólkið sem afhenti þessi uppsagnarbréf komu ekki nálægt kinnbeinsbroti lögreglumannsins né skemmdum á búnaði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Björgvin Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 16:30

3 identicon

Reyndar skemmdist enginn búnaður stöðvar 2, það var bara einhver misskilningur hjá fúlum fréttamanni sem mistókst að nota mómælendur sem fría skemmtikrafta.

Hvað kinnbeinsbrotið varðar þá hef ég ekki einu sinni séð neinar sannanir fyrir því að það hafi átt sér stað, hvað þá að mótmælandi sé ábyrgur fyrir því.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:11

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég sé Sigmund Ernir fyrir mér sótbölvandi og mölvandi rúður út um borg og bý til að hefna fyrir eiganda sinn, Jón Ásgei Jóhannesson frá Baugi.

Jóhannes Ragnarsson, 12.1.2009 kl. 19:50

5 identicon

Rúnar - það eru eikum 2 ástæður fyrir því að þ´ættir að skammast þín fyrir þessi skrif.

Sú fyrri er að þú átt að vita að sumir eru jafnari en aðrir og þau sem kalla sig "mótmælendur" eru miklu jafnari en aðrir og hafa heimildir í samræmi við það - að eigin áliti. Minna helst á krossfarana sem óðu myrðandi vítt og breytt´og boðuðu Kristna trú. Ég veit ekki til þess að Kistur hafi sagt farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum mínum en ef þeir vilja það ekki eigið þið að myrða þá.

Hitt atriðið Rúnar er þess eðlis að þú ættir að gera eitthvað miklu meira en að skammast þín. Það er ljótt - það er skammarlegt - það er þér til minkunar að vera að ráðast að þessu veika fólki sem veit ekki hvað það gerir en telur sig vera í krossferð. Að sjálfsögðu má ekki hefta ferðir þess - það er alls ekkert víst að geðheilsa þeirra ( jafn undarleg og hún virðist vera ) þoli svona áreiti.

Sköpunargáfa þeirra gæti skaðast - framtakssemi og frumkvæði bætu beðið tjón. Hættu að láta eins og þú sért ábyrgur þegn í þjóðfélaginu - borgaðu bara tjónið sem "mtmælendur" valda. Við erum hér til þess ekki satt?

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:35

6 Smámynd: Sigurjón

Eva: Hver átti kapalinn sem var brenndur?  Auk þess hefur lögreglan enga ástæðu til að ljúga því að einn þeirra hafi orðið fyrir skakkaföllum.

Sigurjón, 13.1.2009 kl. 00:00

7 identicon

Var það ekki Saga Film sem átti kapalinn (sem var bara sendur í viðgerð)?

Nei, lögreglan hefur ekki ástæðu til ljúga því að steini hafi verið kastað og maður kinnbeinsbrotnað. Sigmundur Ernir hafði heldur ekki ástæðu til að ljúga því að stöð 2 hefði orðið fyrir milljóna tjóni. Hann  ályktaði það í geðshræringu. Ég velti því fyrir mér hvort kinnbeinsbrotið kunni að vera mar, hvort múrsteinninn hafi verið skór eða moldarköggull, hvort sá sem kastaði hafi átt eitthvað persónulegt óuppgert við lögregluþjóninn, hvort grjótkastið hafi hugsanlega átt sér stað utan vettvangs... Ég velti þessu öllu saman fyrir mér af því að engin vitni virðast hafa orðið að þessum atburði og þrátt fyrir fjölda ljósmynda og myndbanda sem hafa birst á netinu, fyrir utan eftirlitsmyndavélar, hefur ekkert af því spurst að nokkur maður hafi verið kallaður í skýrslutöku.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:12

8 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Ungfrú heimur: Þú beitir froðusnakki en ekki rökum eins og svo margir á bloggheimum. Ég hélt að flestir hefðu sjálfstæða hugsun, þrátt fyrir að vera með lambhúshettu á höfði en kannski skjátlast mér. Hver er annars munurinn á grímulausri hjörð og grímuberandi hjörð? Hjörð er hjörð er hjörð, síðast þegar ég vissi.

Björgvin Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 17:53

9 identicon

Hjörð fylgir hirði eða forystusauð. Aðgerðasinnar vinna eftir annarskonar kerfi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:46

10 Smámynd: Sigurjón

Saga film eður ei.  Þó hægt sé að senda kapalinn í viðgerð, þýðir það ekki að það megi skemma hann til að byrja með.

Sigurjón, 14.1.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband