9.1.2009 | 12:07
Leikrænir tilburðir Ástþórs
Geri ég fastlega ráð fyrir að ég sé ekki sá eini sem er þessarar skoðunnar að svona tilþrif eins og Ástþór er mikið fyrir að sýna eru orðnir frekar leiðigjarnir. Leikrænir tilburðir sem þessir gera ekkert annað en gera lítið úr málefnum og bætir ekki málefnalega umfjöllun.
Sbr. innkomu þessa manns í Hæstarétt Íslands fyrir nokkrum árum útataður í tómatsósu, þessir tilburðir eru til þess eins fallnir að gera lítið úr Hæstarétt okkar Íslendinga. Ég vona bara að Ástþór sjái sóma sinn í því að fara að taka hlutum alvarlega og hætti að saka aðra um ólýðræðislega framkomu.
Hvað er lýðræðislegt við það eitthver gangi inn og krefst þess að fá að tala strax og ryðjast framfyrir aðra í mælendaröð? Ég veit það ekki.
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er með ólíkindum hversu margir eiga erfitt með að sjá hlutina á eins skynsaman þátt og þú - kæri ókunnugi vinur. Þetta er ekkert mikið flóknara en þú lýsir hér að ofan, gaman að lesa loksins skynsamlegt innlegg í þessa óþolandi Ástþórs umræðu.
Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.