13.1.2009 | 17:12
"Ólafur Þór Hauksson verður sérstakur saksóknari"
Vona ég Innilega að honum vegni vel í þessu verkefni sem hann er að taka sér fyrir hendur. Vona ég einnig að hann sé með þykkan skráp og harður af sér þar sem ég geri ráð fyrir að þetta muni enda sem ein vanþakklátasta staða Íslandssögunnar með alla brjálaða allt í kringum sig. En ég geri ekki ráð fyrir öðru en að hann muni standa sig vel, enda að koma af skaganum.
Ólafur Þór Hauksson verður sérstakur saksóknari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Honum er vel í skinn komið Þarna fer frábær drengur. Það kom að því að maður læsi einhverja góða frétt
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:38
Ég veit ekki til þess að hann sé kominn af Skaganum, þó hann hafi búið þar síðustu ár. Það sýnir kannski hvað hann vissi lítið um Skagann, þegar hann flutti þangað, að hann hélt að knattspyrnuliðið á staðnum héti KA
Marinó G. Njálsson, 13.1.2009 kl. 17:46
Mér dettur ekki í hug að hallmæla þessu vali, þekki ekki nægilega vel til þess. Hins vegar er maðurinn vissulega sonarsonur ráðherra. Afi hans var Haraldur Guðmundsson formaður Alþýðuflokksins (notabene - EKKI Sjálfstæðisflokksins) og ráðherra 1934-38. Faðir Ólafs er deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hvorugt af þessu gerir manninn ó- eða vanhæfan að mínu mati, tengslin eru of veik.
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.