25.2.2009 | 15:49
,,Fá ráðrúm til að kynna sér skýrsluna"
Það er margt í þessu sem mér þykir furðulegt sem viðkemur viðbrögðum núverandi ríkisstjórnarflokka, síðustu vikur hefur mikið verið rætt um það að Alþingi eigi að fá meiri völd þegar kemur að gerð frumvarpa og stefnumótun, loksins þegar það er að fara að gerast þá verður allt brjálað í ríkisstjórninni og Framsóknarflokkurinn allt í einu orðin vondi kallinn.
Aðra eins rökleysu hef ég aldrei áður orðin var við í stjórnmálum hér heima og þó víðar væri leitað eins og þá sem Jóhanna Sigurðardóttir er að verða uppvís af hérna síðustu daga. Hún vill ekki að sitjandi Seðlabankastjórar setjist niður og ræði málin við AGS (IMF) og af hverju er það? Jú, vegna þess að þeir eru á útleið á næstu dögum. Hvað er skrítið við það? Ef að þessi lög um Seðlabankann ganga í gegn verður ráðinn tímabundinn seðlabankastjóri þangað til að ráðinn hafi verið nýr til lengri tíma.
Þannig ef ég skil þetta rétt þá geta Davíð og Eiríkur ekki rætt við AGS vegna þess að þeir eru að hætta á næstu dögum og þess í staðá að láta annan Seðlabankastjóra sem situr í þeim stóli tímabundið sjá um viðræður.
Þetta blessaða frumvarp eru að mínu mati ekkert annað en nornaveiðar sem snúast að einum manni. Sagt er að seðlabankinn á Íslandi sé rúinn trausti, það kemur bersýnilega í ljós þegar Ingimundur fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands er að fara að starfa í seðlabanka Noregs. Greinilegt að fréttir um að seðlabanki Íslands sé rúinn trausti hafi ekki borist til Noregs.
![]() |
Fá ráðrúm til að kynna sér skýrsluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.