Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2010 | 20:15
Hvað gengur fólki til???
Sprenging á Grundartanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.12.2009 | 22:22
Ekki sleppa bensíngjöfinni í miðju flugtaki
Ríkisstjórnin hefur setið að völdum í átta mánuði í núverandi mynd. Það er ekki hægt að halda því fram að hún hafi verið verkfús þessa átta mánuði. Það er enn verið að vasast í sömu málum og fyrir átta mánuðum. Ríkisstjórnin hefur verið gjörn á að skella skuldinni á síðustu ríkisstjórn, ríkisstjórn þar sem meira en helmingur núverandi ráðherra Samfylkingarinnar áttu sæti, staðreynd sem Samfylkingarfólk virðast hafa gleymt.
Nú stendur til að rústa staðgreiðslukerfi skatta og taka upp kerfi með þremur þrepum sem verða frá 36,1% og upp í 47,1%. Umræðan þessar fyrirhuguðu skattahækkanir er því miður ekki alltaf skynsamleg og ekki auðvelt að átta sig á hvernig þær muni vera í endanlegri útfærslu.
Tökum dæmi af einstaklingi sem er nýútskrifaður úr háskóla og er kominn með vinnu þar sem að hann fær 600.000 kr á mánuði. Þessi einstaklingur mun þurfa að borga 17.000 kr. aukalega á mánuði miðað við núverandi kerfi, sem gerir 204.000 kr. á ári. Ímyndum okkur í kjölfarið að hann sé að borga af bíl, íbúð og námslánum. Þetta er ástand sem ungt vel menntað fólk mun flýja, því miður.
Fyrirhugaðar breytingar munu draga úr neyslu og þar með mun atvinnuleysi aukast þar sem fyrirtæki koma til með að draga saman seglinn. Ríkisstjórninni sem tók við völdum fyrir átta mánuðum síðan virðist ekki hafa aðrar hugmyndir en að auka skattheimtu enn frekar, að sækja í þegar grunna vasa skattborgara þessa lands.
Samkvæmt Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010, sem liggur fyrir, eiga tekju- og fjármagnstekjuskattar á einstaklinga að hækka um 38,9%. Þá á eftir að taka tillit til allra óbeinu skattanna sem hækka, svo sem virðisauki, skattur á rafmagn,heitt vatn og eldsneyti svo eitthvað sé nefnt. Þessir óbeinu skattar hækka verðlag sem skilar sér beint í hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með fer verðbólgan af stað og verðtryggðu lánin með.
Því er haldið fram að með þessum skattahækkunum séum við Íslendingar rétta að komast á par við norðurlandaþjóðirnar í skattheimtu. Það veit það hver maður að bæði skattkerfi og hin félagslegu kerfi eru byggð upp með öðrum hætti á norðurlöndunum en hér á landi. Það er galið að ætla að fara upp að hlið norðurlandanna í skatthlutfalli en draga á sama tíma úr félagslega hlutanum. Þetta telur forysta ríkisstjórnarinnar vera hina bestu hugmynd og telja að allir verði bara nokkuð sáttir á eftir. Fólksflótti mun ekki eiga sér stað vegna þess að skattprósentan er á svipuðu róli hér á landi og á hinum norðurlöndunum, hann mun eiga sér stað af því að þar hafa menn meiri ráðstöfunartekjur og fá meira frá hinu opinbera fyrir þessa sömu skattprósentu. Ríkisgreiddar tannlækninigar fyrir 18 ára og yngri og beinn námsstyrkur til handa nemendum úr ríkissjóði eru t.d. mál sem hinar norðurlandaþjóðirnar verja skattpeningum til og réttlæta þar með hina háu skattheimtu. Þetta á ekki við á Íslandi eins og hver maður veit.
Í lokin vil ég biðla til ríkisstjórnar að sleppa ekki bensíngjöfinni í miðju ,,flugtaki. Nú þurfum við á öllum skattstofnun að halda og besta leiðin til að þeir skili sínu er að breikka þá og efla með því að styðja atvinnulífið af stað. Síðast þegar stjórnmálamenn ætluðu að skattleggja sig út úr kreppu, endaði það í Kreppunni miklu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 11:48
Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera fyrir þig?
Eftir að hafa fengið miklar ákúrur varðandi það að segja einungis frá því hvaða gloríur stjórnarflokkarnir eru að gera en ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera fyrir heimilin í landinu hef ég ákveðið að setjast niður og skrifa niður stuttan texta fyrir ykkur um hvað flokkurinn hefur í hyggju að gera komist hann í ríkisstjórn.
20.000 ný störf
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í hyggju að skapa umhverfi í efnahagslífinu á Íslandi svo möguleiki gefist til þess að skapa 20.000 ný störf á kjörtímabilinu. Takist það mun það afla ríkissjóði aukinna skatttekna svo nýir skattar svo sem hátekjuskattur og eignaskattur verði óþarfir. Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig nýta auðlindir okkar Íslendinga til gjaldeyrisöflunar. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að ráðast þessar aðgerðir? Í fyrsta lagi þarf að ljúka uppbyggingu bankakerfisins svo hægt sé að stuðla að eðlilegu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna svo þau geti vaxið og ráðið fleira fólk til vinnu. Greiða fyrir fjölbreyttum orkufrekum iðnaði svo sem gagnaverum, álþynnuverksmiðju, kísilflöguverksmiðju sem og álframleiðslu. Virkja skattkerfið svo það hafi hvetjandi áhrif á fjárfesta með skattaafsláttum. Einnig vill flokkurinn veita skattaafslátt til þeirra fyrirtækja sem ráðast í nýsköpunar- og þróunarverkefni.
Staða heimilanna
Staða heimilanna í landinu er nú því miður orðin mjög slæm og hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett saman áætlun til þess ætlaða að létta undir með heimilunum í landinu. Hann vill minnka greiðslubyrði lána um 50% í þrjú ár gegn því að lengja lánið í hinn endann og ef það virkar ekki huga að höfuðstólsleiðréttingu lánsins.Fjármálafyrirtækjum verði gefin sá kostur að færa húsnæðislán bankanna til Íbúðarlánasjóðs. Afnema stimpilgjöld svo auðveldara verði að endurfjármagna íbúðarlán sem og að liðka fyrir viðskiptum á íbúðamarkaði. En forsenda fyrir þessum aðgerðum er lækkun vaxta sem Sjálfstæðisflokkurinn hyggst beita sér fyrir. Hvers vegna þarf að ráðast í þessar aðgerðir? Ástæðan fyrir því er einföld, ef að heimilunum er hjálpað hefur það jákvæð áhrif út í atvinnu lífið með auknum ráðstöfunartekjum geta fjölskyldurnar nýtt sér meiri þjónustu sem skilar sér í aukinni atvinnu í þjónustugeiranum.
Fyrirtækin
Að meðaltali síðustu 70-80 daganna hafa 10 fyrirtæki á dag farið á hausinn, stór og smá. Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna með fyrirtækjunum að endurmati fjárhagsáætlana og skuldaþoli. Gera eigendum og starfsfólki kleift að eignast hlut í fyrirtækjunum og laða að þeim fjárfesta eins og íslenska lífeyrissjóði og erlenda fagfjárfesta. Tryggja þarf fulla atvinnu svo hægt verði að bjarga heimilunum. Eins og eitthver orðaði það, Þú bjargar ekki heimilunum án þess að bjarga fyrirtækjunum. Þessir tveir hlutir eru nátengdir.
Gjaldeyrismál
Gjaldeyrismál í dag eru í miklum ólestri og er vitað mál að til lengri tíma litið þarf eflaust nýjan gjaldmiðil. En eins og staðan er í dag þurfum við að halda krónunni næstu árin og því þarf að koma stöðugleika á í kring um hana. Til að byrja með þarf að afnema gjaldeyrishöftunum (sem höfundi þykir vera í bága við EES-samningin hvað varðar frjálst flæði fjármagns án þess þó að vera með það á hreinu). Krónan gefur okkur þann sveigjanleika til þess að getað unnið okkur út úr vandanum samanber það sem Asíulöndin gerðu á sínum tíma, öll héldu þau í gjaldmiðla sína. Eins og þetta var orðað á blaðsíðu 56 í skýrslu sem hét Krónan og atvinna sem Viðskiptaráð gaf út árið 2006 um möguleika Íslands hvað varðar upptöku á öðrum gjaldmiðli, ,,Til þess að Íslendingar geti í framtíðinni átt raunhæft val á milli evru og íslensku krónunnar, á grundvelli efnahagslegrar og stjórnmálalegrar forsendna, þarf að beita samræmdum aðgerðum á sviði hagstjórnar til þess að mynda jafnvægi í þjóðarbúskapnum". Það þarf enginn að segja mér það að jafnvægið sé meira nú heldur en það var árið 2006.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 14:13
Aprílgabb???
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 01:57
,,Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur"
Þykir mig þetta lykta eins og smá poppulismablogg þarna hjá Framsóknarmanninum unga, tískan virðist vera sú að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Þarna virðist hann einnig vera að rugla því saman að vera á móti hlutnum og vilja gera hlutina rétt og vel.
Stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnarinnar samanstendur af 32 hlutum og er það allt gott og blessað en hins vegar er málið það að aðeins 6 af þeim hlutum eru komnir frá þeirri ríkisstjórn og snýr engin af þeim að aðgerðum á íslensku hagkerfi og koma þeim í raun ekki neitt við.
Hinsvegar eru það ekki góðar fréttir fyrir jafn smáan flokk og Framsóknarflokkurinn er í raun að hann sé svona ósammála í lykilmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2009 | 15:49
,,Fá ráðrúm til að kynna sér skýrsluna"
Það er margt í þessu sem mér þykir furðulegt sem viðkemur viðbrögðum núverandi ríkisstjórnarflokka, síðustu vikur hefur mikið verið rætt um það að Alþingi eigi að fá meiri völd þegar kemur að gerð frumvarpa og stefnumótun, loksins þegar það er að fara að gerast þá verður allt brjálað í ríkisstjórninni og Framsóknarflokkurinn allt í einu orðin vondi kallinn.
Aðra eins rökleysu hef ég aldrei áður orðin var við í stjórnmálum hér heima og þó víðar væri leitað eins og þá sem Jóhanna Sigurðardóttir er að verða uppvís af hérna síðustu daga. Hún vill ekki að sitjandi Seðlabankastjórar setjist niður og ræði málin við AGS (IMF) og af hverju er það? Jú, vegna þess að þeir eru á útleið á næstu dögum. Hvað er skrítið við það? Ef að þessi lög um Seðlabankann ganga í gegn verður ráðinn tímabundinn seðlabankastjóri þangað til að ráðinn hafi verið nýr til lengri tíma.
Þannig ef ég skil þetta rétt þá geta Davíð og Eiríkur ekki rætt við AGS vegna þess að þeir eru að hætta á næstu dögum og þess í staðá að láta annan Seðlabankastjóra sem situr í þeim stóli tímabundið sjá um viðræður.
Þetta blessaða frumvarp eru að mínu mati ekkert annað en nornaveiðar sem snúast að einum manni. Sagt er að seðlabankinn á Íslandi sé rúinn trausti, það kemur bersýnilega í ljós þegar Ingimundur fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands er að fara að starfa í seðlabanka Noregs. Greinilegt að fréttir um að seðlabanki Íslands sé rúinn trausti hafi ekki borist til Noregs.
Fá ráðrúm til að kynna sér skýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 11:24
,,OECD: Slæmar horfur á evru-svæðinnu"
Það er nú einmitt þannig að þessir lágu stýrivextir Seðlabanka Evrópu er partur af vandanum á Evrusvæðinu og hefur orsakað fasteignabólur út um alla Evrópu sem eru að springa með látum þessa daganna.
Segja má að Spánverjar hafi komið hvað verst út úr þeirri bólu og eru núna um 1.000.000 tómar fasteignir á Íberíuskaganum einum saman.
Mín skoðun er hinsvegar sú að meðalið sé stærri skammtur af eitrinu sem orsakar þetta sem er að mínu mati það að ódýrt fjármagn hefur streymt inn á markaðinn bæði innanlands sem utan.
OECD: Slæmar horfur á evru-svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 17:49
"Atvinnuleysi 4,8% í desember"
Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við að talan væri hærri en 4,8% en já eins og má búast við mun hún hækka einhvað á næstu mánuðum en vill ég benda á þessa frétt frá greiningardeild Glitnis en þar kemur fram að atvinnuleysi á Evrusvæðinnu hefur aldrei farið undir 7% frá í byrjun árs árið 2000 og er í 7,8% núna.
Þarna er atvinnuleysistölur bornar saman við Bandaríkinn en mér þætti gaman að sjá Ísland í þessum samanburði líka.
http://www2.glitnir.is/markadir/Greining/Frettir/GreiningISB.aspx?BirtaGrein=622656
Atvinnuleysi 4,8% í desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 17:12
"Ólafur Þór Hauksson verður sérstakur saksóknari"
Ólafur Þór Hauksson verður sérstakur saksóknari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2009 | 16:02
Tvöfalt siðgæði mótmælenda???
Sá ég einhvern kommenta hér fyrir neðan um að ástæðan fyrir þessu væru að þeir tveir hafi ráðist að mótmælendum með líkamsmeiðingum og einhverju öðru, hafa ber í huga að ég er ekki að segja að það sé í lagi að ráðast á fólkið en ættu þeir ekki að líta sér nær þessir mótmælendur??? Kinnbeinsbrjóta lögregluþjón og með skemmdarverk á eignir Stöðvar 2. Hvernig þætti þeim ef að Sigmundur Ernir kæmi heim til þeirra og bryti allar rúður á heimilum þeirra?
Afhenda uppsagnabréfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)