Færsluflokkur: Bloggar

,,ESB myndi stjórna hafsvæðin"

Margaret Thatcher og Tony Blair tókust ekki að breyta reglugerðum um fiskveiði, ég sé ekki hvernig Geir H. Haarde eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að takast það með mun færri atkvæði bakvið sig.
mbl.is ESB myndi stjórna hafsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund"

Ég get ekki sagt annað en að ég mun sjá mikið á eftir þessum manni enda skársti maðurinn sem hefur verið í ríkisstjórn fyrir sjálfstæðisflokkinn eftir að Geir tók við formennsku hans. Þessi maður hefur haldið úti vefsíðu sinni af þvílíkri elju og dugnaði og þarf maður að leita lengi til að finna síðu sem kemur jafn vel á Íslensk þjóðmál, þessi maður fylgist einfaldlega með öllu. Maður þarf að leita vel og lengi til að finna álíka síðu, ég hef allaveganna ekki fundið hana.

Því miður hefur mér þótt frekar augljóst upp á síðkastið að fólkið hefur ekki viljað fólk í forystu sem er með bein í nefinnu heldur hefur fólk sem ekki er starfi sínu vaxið fengið atkvæðinn og vegna þess gæti verið að við finnum okkur í þessari stöðu sem við erum í í dag, reyndar er enginn leið til að fá það staðfest en þetta er mín skoðun.

Vona ég að hlutir fari að breytast innan sjálfstæðisflokksins og fólk fari að komast að þar sama hvaða armi þeir tilheyra heldur fari hæfni að ráða hverjir fara á þing og hverjir eru ráðherrar.


mbl.is Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um að láta ekki vaða yfir sig.

Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leiti þá hefði ég verið nokkuð sáttur hefði 200 milljónum verið eytt í að reyna að vernda hagsmuni Íslenskra skattgreiðenda. Annað en t.d. að reyna að komast í öryggisráð SÞ, ég sé ekki hvaða hagsmuni það hefur að gæta fyrir okkur.
mbl.is Væntu of mikils af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikrænir tilburðir Ástþórs

Geri ég fastlega ráð fyrir að ég sé ekki sá eini sem er þessarar skoðunnar að svona tilþrif eins og Ástþór er mikið fyrir að sýna eru orðnir frekar leiðigjarnir. Leikrænir tilburðir sem þessir gera ekkert annað en gera lítið úr málefnum og bætir ekki málefnalega umfjöllun.

 Sbr. innkomu þessa manns í Hæstarétt Íslands fyrir nokkrum árum útataður í tómatsósu, þessir tilburðir eru til þess eins fallnir að gera lítið úr Hæstarétt okkar Íslendinga. Ég vona bara að Ástþór sjái sóma sinn í því að fara að taka hlutum alvarlega og hætti að saka aðra um ólýðræðislega framkomu.

Hvað er lýðræðislegt við það eitthver gangi inn og krefst þess að fá að tala strax og ryðjast framfyrir aðra í mælendaröð? Ég veit það ekki.


mbl.is Lá við að fundurinn leystist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína

Nú finnst mér þessar hagræðingar aðgerðir ríkisstjórnar vera að missa marks. Til dæmis með skattahækkunum, aukinni heimild til hækkunar útsvars gerast 2 hlutir: Meiri peningur kemur inn í kassann hjá ríki og sveitarfélögum og það sem verra er þá er tekinn meiri peningur frá fólkinu sem gerir þeim erfiðara fyrir að borga af sínum lánum og reikninga sem getur leitt til þess að eignanám verði gert á fleira fólki en þörf er á.

Reyndar eru nokkur sveitarfélög sem hækkuðu ekki útsvarsprósentu sína og er ekkert nema gott um það að segja, sum sáu meira að segja hvað þurfti að gera og lækkuðu prósentuna hjá sér og skáru niður í útgjöldum sem því nam.

Þessi aðgerð frá ráðherra heilbrigðismálanna má segja að sé alveg stórfurðuleg þar sem þetta leiðir því miður til aukins atvinnuleysis og það er ekki einhvað sem ríkisstjórninn ætti að vera að stuðla að af augljósum ástæðum. Staður sem mér þykir henta vel til niðurskurðar er í Utanríkisþjónustunni þar sem Ísland er með 31 sendiskrifstofu í 23 löndum og eru nokkrar sem mér er fyrirmunað að skilja ástæðu þeirra eins og t.d. í Marshalleyjum, Dóminíska lýðveldinu, Nepal.

Vitaskuld er þetta mín skoðun og þarf ekki endilega að vera einhvað réttari en hver önnur.

 

Heimild


mbl.is Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Rauðir í framan af reiði''

 Þetta þykir mér mjög skrítið þar sem frá árinu 2006 hefur framlög þrefaldast og var að fara á milli 2-3 milljónir inn í þetta á hverjum degi núna í ár og átti að setja meiri pening í þetta apparat á þessu ári.

Í hvað fór þessi peningur???

Heimild


mbl.is „Rauðir í framan af reiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Ráðherra segi af sér"

Ein sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi þessa hagræðingu.  Núna verður heilbrigðiskerfið út á landi sameinað í nokkrar rekstrarheildir sbr. hérna á vesturlandinu verður borgarnes, akranes, snæfellsnesið og dalirnir að ég held sameinaðir í eina rekstrarheild, ef ég man rétt endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mig. Þessum heilsugæslum og sjúkrahúsum verður stjórnað af einum stað, ein fjárveiting inn í hverja heild og henni síðan skipt á milli af stjórnenda þeirrar heildar. Er ekki hætta á því að ríkisstyrkjum verði skipt ósanngjarnlega á milli staða og að sama skapi verður ekki hætta á því að starfsfólk á heilsugæslu á Hólmavík þurfi að vera á mun lægri launum en fólk í sömu stöðu á Ísafirði.

 


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Elín borin út úr bankanum"

Í 15. grein, 3 málsgrein Lögreglulaga stendur eftirfarandi.

,,Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann."

Er ég nokkuð viss um að öllum þykir augljóst að það er orðið ansi líklegt núna þegar þessi mótmælendur eru að koma saman að þá verði óspektir eins og voru til dæmis við lögreglustöðinna á Hverfisgötunni og við Fjármálaeftirlitið og að ógleymdum Kryddsíldarmótmælunum. Á öllum stöðunum var mikill meirihluti fólks sem var mað andlit sín hulinn að hluta eða öllu leiti með grímu eða hettu og því virðist mér að þessir mótmælendur séu mikið í því hreinlega að hrækja á lög Íslenska lýðveldisins og eru á sama tíma hissa á að Lögreglan grípi til aðgerða.

,,1. Handhafa lögregluvalds er heimilt að handtaka mann og færa á lögreglustöð eða á annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu:
   a. í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglu, svo sem ef maður ærist á almannafæri eða veldur þar hneyksli eða hættu á óspektum"

Þannig hljóðar 16. grein 1. málsgrein lögreglulaganna og verð ég að furða mig á því að ekki sé tekið harðar á þessum málum. Eftir ein mótmælinn núna nýlega var ég að horfa á fréttamyndandband á mbl.is þá sagði einn mótmælandinn ,,djöfull langar mig að drepa þetta pakk" reyndar veit ég ekki hvað kom á eftir því þar sem myndbandið hætti að ganga eftir það eitthverjahluta vegna.

 

Heimild


mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

furðulegt

Þykir mig þessi benda á að ríkisstjórnin sé svo með eindæmum ákveðinn í að framselja fullveldi okkar til Brussel sama hvað það kostar að hún sé hætt að setja málefni okkar Íslendinga í 1. sæti.

Ég las frétt um daginn hér á mbl.is þar sem Geir lét hafa eftir sér einhvað á það leið að ríkið færi ekki í mál við bretanna til þess að fá hagstæðari kjör á láninu sem kom vegna innlána IceSave og Kaupthing Edge. Sé þetta málið þá þykir mér það mjög miður þar sem önnur betri leið er jafnvel að fara í mál og borga ekki skuldinna, af hverju eigum við Íslendingar að borga innlán breta og hollendinga??? Ekki er það okkur að kenna að bretar lögðu pening inn á bók hjá banka sem þeir þekktu ekki til þess eins að fá auka 0,3% vexti á peninganna sína.

En íslensku ríkisstjórninni virðist vera meira í mun að styggja ekki Brussel en að berjast fyrir Íslenska þjóð.


mbl.is Ríkið styður málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúðarkveðja

Innilegar samaúðarkveðjur til Sigrúnar Gerðar og fjölskyldu og megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum.

 

Rúnar Ólason


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband