7.1.2009 | 18:06
,,Elín borin út úr bankanum"
Í 15. grein, 3 málsgrein Lögreglulaga stendur eftirfarandi.
,,Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann."
Er ég nokkuð viss um að öllum þykir augljóst að það er orðið ansi líklegt núna þegar þessi mótmælendur eru að koma saman að þá verði óspektir eins og voru til dæmis við lögreglustöðinna á Hverfisgötunni og við Fjármálaeftirlitið og að ógleymdum Kryddsíldarmótmælunum. Á öllum stöðunum var mikill meirihluti fólks sem var mað andlit sín hulinn að hluta eða öllu leiti með grímu eða hettu og því virðist mér að þessir mótmælendur séu mikið í því hreinlega að hrækja á lög Íslenska lýðveldisins og eru á sama tíma hissa á að Lögreglan grípi til aðgerða.
,,1. Handhafa lögregluvalds er heimilt að handtaka mann og færa á lögreglustöð eða á annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu:
a. í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglu, svo sem ef maður ærist á almannafæri eða veldur þar hneyksli eða hættu á óspektum"
Þannig hljóðar 16. grein 1. málsgrein lögreglulaganna og verð ég að furða mig á því að ekki sé tekið harðar á þessum málum. Eftir ein mótmælinn núna nýlega var ég að horfa á fréttamyndandband á mbl.is þá sagði einn mótmælandinn ,,djöfull langar mig að drepa þetta pakk" reyndar veit ég ekki hvað kom á eftir því þar sem myndbandið hætti að ganga eftir það eitthverjahluta vegna.
Elín borin út úr bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var nýbúið að spreyja piparúða á hann þegar hann sagði þetta, beint í andlitið á honum, og hann var að reyna að ná þessu úr þegar hann sagði: "Djöfull langar mig að drepa þennan mann",heyrðist mér, svo sagði hann beint á eftir :"Nei, ég meinti þetta ekki."
Bara svona fyrst þú vissir það ekki.
Salvör (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:10
Hvað áttu við með því að myndbandið hafi hætt að ganga? Það er og hefur alltaf verið hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=21919;play=1
Það er ekki mikill vandi að heyra það sem á eftir kemur: "...ég meinti þetta ekki ..." ef á annað borð er vilji til að heyra það. En þú hefur kannski ekki séð myndbandið?
Jón Garðar (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:11
Jújú, ég hef séð myndbandið, allaveganna upp að þessu, þegar ég segi að það hafi hætt að ganga þá er ég að meina að það hefði ekki loadast lengra, vonlaus staðsetning upp á það að gera :) en þá veit ég þetta allaveganna núna.
Rúnar Ólason, 7.1.2009 kl. 19:35
Þú hefur greinilega ekki verið á neinum af þessum mótmælum fyrst þú segir að á þeim hafi mikill meirihluti fólks verið með grímu. Á öllum þessum stöðum var mikill minnihluti fólks með grímu, ekki að það skipti neinu máli.
Hættið að lepja hlutina umhugsunarlaust upp úr fjölmiðlum, þeim er ekki treystandi fyrir að flytja fréttir af mótmælum. Mætið frekar sjálf á mótmælin og sjáið hvað þar er í gangi, þið munið fá allt aðra mynd en sýnd er í fjölmiðlum.
Halli (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.