,,Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund"

Ég get ekki sagt annað en að ég mun sjá mikið á eftir þessum manni enda skársti maðurinn sem hefur verið í ríkisstjórn fyrir sjálfstæðisflokkinn eftir að Geir tók við formennsku hans. Þessi maður hefur haldið úti vefsíðu sinni af þvílíkri elju og dugnaði og þarf maður að leita lengi til að finna síðu sem kemur jafn vel á Íslensk þjóðmál, þessi maður fylgist einfaldlega með öllu. Maður þarf að leita vel og lengi til að finna álíka síðu, ég hef allaveganna ekki fundið hana.

Því miður hefur mér þótt frekar augljóst upp á síðkastið að fólkið hefur ekki viljað fólk í forystu sem er með bein í nefinnu heldur hefur fólk sem ekki er starfi sínu vaxið fengið atkvæðinn og vegna þess gæti verið að við finnum okkur í þessari stöðu sem við erum í í dag, reyndar er enginn leið til að fá það staðfest en þetta er mín skoðun.

Vona ég að hlutir fari að breytast innan sjálfstæðisflokksins og fólk fari að komast að þar sama hvaða armi þeir tilheyra heldur fari hæfni að ráða hverjir fara á þing og hverjir eru ráðherrar.


mbl.is Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband